10. ágúst 2011

Heklað utan um stóra krukku

Mér áskotnaðist fyrir nokkrum árum nokkrar risastórar krukkur sem ég hafði notað undir kerti en ákvað núna að hekla utan um eina til að skreyta fyrir utan hjá mér í tilefni þess að ég bý í bleika hverfinu á bæjarhátíð þar sem ég bý. Mér fannst þetta bara lukkast nokkuð vel en fannst ég verða að prufa að hekla líka utan um lokið svo að krukkan gæti staðið úti alltaf og myndi ekki fyllast af vatni... þannig að ég skelli bara lokinu á þegar ég er ekki að nota hana. Ég var nú samt í vandræðum með lokið þar sem ég sá nú fram á að þetta myndi fjúka af í næsta roki þannig að ég setti teppalím ofan á og smá á hliðina og vonandi dugar það til :)

Annar er ég svo svakalega symmetrísk að ég verð að hekla mér aðra :)






Garn: Sandnes Garn Mandarin Petit
Heklunál: 3,5 mm
Uppskrift: engin - er bara upp úr mér