27. ágúst 2012

Vorsjal

Strax eftir að þriggja vikna verkefninu var lokið í skólanum í vor þá brunaði ég í Handprjón og keypti mér þetta garn í tilefni þess að nú væri ég komin í sumarfrí og nú gæti ég sko farið að gera eitthvað!

Ég fann fljótlega uppskrift af sjali sem mig langaði til að gera... já ég er pínu sjal-óð... enda er svo svakalega gaman að hekla sjöl :)

Ég kláraði sjalið í lok maí... en ég var ekki nógu sátt við kantinn... þannig leið og beið þar til í gær þremur mánuðum seinna að ég bullaði einhvern kant og var bara nokkuð sátt... en þetta er eiginlega orðið haustsjal í stað þess að vera vorsjal ;)

Vorsjal - heklað sjal
 
Vorsjal - heklað sjal hangandi

Vorsjal - heklað sjal á pallinum 

Vorsjal - heklað sjal nærmynd

Fín uppskrift að öðru leyti en að mér fannst hún óljós á köflum.

Garn: Randalína II / Evilla Artyarn 8/2
Heklunál: 3,5 5,0 mm.
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/woollen-spring-shawl-varschal-i-ylle

20. ágúst 2012

Hekluð og stífð blóm á ljósaseríu


Nú er kertaljósatíminn aftur runninn upp og þar sem ég er dálítið hrifin af ljósaseríum til að lífga upp skammdegið þá heklaði ég þessi blóm og setti á seríu.

Ég heklaði blómin úr appelsínugulu einbandi og notaði sykurvatn (50/50 hvítur strásykur leystur upp í sjóðandi vatni). Ég lét þau liggja í vatninu í smá stund, svo tók ég þau upp og vatt þau aðeins og svo títaði ég þau niður á plast (myndi mæla með því að setja plastfilmu ofan á plastið þar sem blómin vildu aðeins festast við).

Blómin stífð úr sykurvatni

Svo var bara að bíða eftir að blómin þornuðu. Þar sem ég ætlaði að setja þau á ljósaseríu þá þorði ég ekki að bíða eftir að þau fullhörðnuðu þannig að á ég smellti þeim á seríuna og lét hana svo hanga  þar til þau voru tilbúin. Hér má svo sjá nokkrar myndir af útkomunni:

Heklað blóm á ljósaseríu

Hekluð blóm á ljósaseríu

Blómaljósaserían í hrúgu

Önnur mynd af hekluðu ljósaseríunni

Blómin eru aðeins aðlöguð því að í uppskriftinni var ekki gert ráð fyrir að þau væru sett á ljósaseríu, en uppskriftina af þeim má finna í bókinni 100 Flowers to Knit & Crochet.

Garn: Einband
Heklunál: 3,5 mm

12. ágúst 2012

Lufsur

Loksins get ég heklað í einhverjum öðrum lit en bleikum! Sat og heklaði Lufsur úr Þóru heklbók fyrir framan sjónvarpið í gærkvöldi... en þar sem músarskórnir mínir voru orðnir ansi lúnir þá vantaði mig eitthvað fyrir kaldar tásur ;)

Lufsur

Uppskriftin var fín fyrir utan smávægilegar villur m.a. garnþörfin en í þessar fóru rétt rúm ein dokka en ekki 3 eins og uppgefið var í uppskriftinni. Ég nennti ekki frekar en fyrri daginn að gera heklfestuprufu en ég heklaði stærð M og þær smellpassa og ég nota skó nr. 39… mér ætti ekki að verða kalt á tánum á næstunni :)

Garn: Álafosslopi
Heklunál: 7,0 mm
Uppskrift: Þóra heklbók

10. ágúst 2012

Það sem ég hef verið að bardúsa

Loksins blogga ég... en núna um helgina er Sumar á Selfossi og ég er búin að hengja upp það sem ég hef verið að gera :)

Ég auðvitað heklaði utan um skyrdósirnar og graffaði á snúrustaurinn og hafði það í hverfislitnum mínum... en svo bættist þetta við...

Hekluð blóm á ljósaseríu
Heklaði blóm úr einbandi og hengdi á ljósaseríu

Heklað blóm úr einbandi
Hér sést betur hvernig blómin eru

Heklað graff á ljósastaur (hjarta)
Heklað hjartagraff úr tvöföldum bleikum plötulopa

Heklað graff á ljósastaur
Heklað graff úr tveimur litum af plötulopa og dúllerí úr einbandi

Stóra heklaða graffið
Svo er það stóra graffið...

Heklað graff á ljósastaur - götuheiti
... heklað úr tvöföldum plötulopa...

Heklað graff á ljósastaur - götuheiti og blóm
... og blómin úr léttlopa

Ég var ansi lúin og loppin þegar ég var búin að sauma þetta stóra stykki á staurinn... hefði betur byrjað á því en ekki endað... mér fannst saumurinn vera frekar ljótur þannig að ég saumaði fleiri blóm á hann þannig að fólk kannski hefur þá eitthvað annað að glápa á en sauminn ;)