10. ágúst 2012

Það sem ég hef verið að bardúsa

Loksins blogga ég... en núna um helgina er Sumar á Selfossi og ég er búin að hengja upp það sem ég hef verið að gera :)

Ég auðvitað heklaði utan um skyrdósirnar og graffaði á snúrustaurinn og hafði það í hverfislitnum mínum... en svo bættist þetta við...

Hekluð blóm á ljósaseríu
Heklaði blóm úr einbandi og hengdi á ljósaseríu

Heklað blóm úr einbandi
Hér sést betur hvernig blómin eru

Heklað graff á ljósastaur (hjarta)
Heklað hjartagraff úr tvöföldum bleikum plötulopa

Heklað graff á ljósastaur
Heklað graff úr tveimur litum af plötulopa og dúllerí úr einbandi

Stóra heklaða graffið
Svo er það stóra graffið...

Heklað graff á ljósastaur - götuheiti
... heklað úr tvöföldum plötulopa...

Heklað graff á ljósastaur - götuheiti og blóm
... og blómin úr léttlopa

Ég var ansi lúin og loppin þegar ég var búin að sauma þetta stóra stykki á staurinn... hefði betur byrjað á því en ekki endað... mér fannst saumurinn vera frekar ljótur þannig að ég saumaði fleiri blóm á hann þannig að fólk kannski hefur þá eitthvað annað að glápa á en sauminn ;)

0 comments:

Skrifa ummæli