10. september 2012

Hekluð ungbarnapeysa

Ég ákvað að prófa að hekla peysu úr Þóru - heklbók á 1 árs frænda minn... var búin að sjá svo margar dásamlega fallegar myndir af peysunni og ákvað að prófa sjálf :)

Ég er mjög hrifin af bæði útkomunni og uppskriftinni ef frá er talið úrtökunar... mér finnst þær sjást of mikið en kannski taka aðrir ekki eftir því ;) Ég prófaði nokkrar leiðir en fannst skásta útkoman vera eins og sagði í uppskriftinni :) Peysan er mjög auðveld og fljóthekluð... en mikið svakalega voru margir endar til að ganga frá (ég ákvað að hekla ekki yfir þá þar sem ég taldi að þeir myndu sjást of mikið).

Hekluð ungbarnapeysa úr Þóru - heklbók

Mér finnst myndin ekki alveg fanga réttu litina... blái er svolítið blágrænn. En skelli annari mynd sem sýnir svo sem litina ekki betur en var aðeins að fikta í símanum...

Önnur mynd af peysunni


Eitt tips en það er að athuga hvort að litaskiptin gangi upp áður en farið er að hekla... ég spáði ekkert í þessu og þau gengu ekki alveg upp eins og ég hefði viljað t.d. enda á grænu og hvítu fyrir kantinn en ekki bláu og hvítu :)

Garn: Kambgarn
Heklunál: 3,5 mm (og 4,0 mm í kanntinn)
Uppskrift: Þóra - heklbók