28. desember 2012

Föt á Barbie

Loksins get ég sýnt það sem ég sat stíft við og heklaði eftir prófin... það voru hekluð föt á Barbie sem ég laumaði í pakkana hjá þremur frænkum mínum... ég var auðvitað á síðustu stundu að gera þetta þar sem þetta var skyndihugdetta... en þetta hafðist þó í tæka tíð en ég saumaði smellur á síðasta kjólinn á Þorláksmessu :)

Það er svolítil vinna í kjólunum enda eru þeir bara eins og litlir dúkar... en hér koma myndir af þeim

Heklaðir Barbie kjólar

Heklaðir Barbí kjólar

Heklaður Barbie kjóll

Heklaður Barbie kjóll bak

Fjólublár Barbie kjóll

Fjólublár Barbie kjóll bak

Heklaður Barbie jólakjóll

Heklaður Barbie jólakjóll bak

Ég óttaðist það að frænkum mínum þættu kjólarnir of gegnsæir þannig að ég ákvað að hekla nærbuxur sem enduðu svo sem bikiní en ég gerði þau bara upp úr mér:)

Heklað Barbie bikiní

Heklað Barbie bikiní bak

Heklað Barbie bikiní

Hekluð Barbie föt

Heklað Barbie bikiní bak

Heklað Barbie bikiní

Uppskriftina af kjólunum má finna inn á Ravelry:
http://www.ravelry.com/patterns/library/morning-glory-fashion-doll-dress

Ég notaði heklunál 1,75 mm en svo er garnið mismunandi:
Bleika garnið: Coats Puppets Eldorado 10
Fjólubláa garnið: Sandnes Garn Mandarin Heklegarn
Rauða garnið: Marks & Kattens Merc. Bomullsgarn 12/3

3 comments:

Unknown sagði...

Þetta er ekkert smá flott hjá þér :)

Ólöf Ingibjörg sagði...

Dásamlegir kjólar. Sundfötin eru yndisleg.

Unknown sagði...

Mikið er gaman að skoða þessi fallegu handverk sem að þú gerir :)

kv. Kristín

Skrifa ummæli