7. mars 2013

Heklaður hitaplatti úr stuttermabol

Ég elska þegar hægt er að endurnýta hluti... nota hluti í stað þess að henda þeim og gefa þeim þannig framhaldslíf sem eitthvað allt annað :)

Ég var búin að hugsa um lengi að safna saman stuttermabolum sem voru orðnir lúnir af eiginmanninum og hekla mottu... en einhverra hluta vegna hafði ég ekki komið því í verk... núna þegar ég var að ganga frá þvotti þá ákvað ég að taka einn lúinn úr umferð og prófa að endurnýta hann. Ég hafði séð á netinu hvernig hægt væri að klippa boli til að fá langa ræmu sem er svo nýtt sem garn. Reyndar varð garnið mitt ekki eins fínt þar sem bolurinn sem ég var með var saumaður í hliðunum... en ég lét það duga... spurning um að versla framvegis bara saumalausa boli ;)

Hér er afraksturinn:

Heklaður hitaplatti úr stuttermabol

Heklaður hitaplatti úr stuttermabol


Garn: Stuttermabolur klipptur niður í ræmur
Heklunál: 12 mm.
Uppskrift: engin

Uppfært 24.04.2013
Hægt er að sjá hvernig gera má garn úr stuttermabolum hér:
http://www.fondrari.blogspot.com/2013/04/bolagarn-garn-gert-ur-stuttermabol.html

1 comments:

Kristín Hrund sagði...

sniðugt og fallegt! Mig langar að gera gólfmottu úr svona gömlum bolum - og ætti að eiga efnið í hana miðað við stuttermabola-eigu eiginmannsins :-D

Skrifa ummæli