5. júní 2013

Hekluð ungbarnahúfa

Heklaði loksins húfu í stíl við ungbarnapeysuna sem ég gerði í fyrra úr Þóru-heklbók... ég lenti í smá vandræðum en það var ekki tekið fram í uppskriftinni hve margar umferðir væru gerðar af mynstrinu en ég hafði ekki gert sömu litaröðun og var í bókinni.... og þar sem hún var hekluð ofanfrá þá átti ég í smá vandræðum með að raða litunum svo að röðin yrði eins og í peysunni... ég nennti ómögulega að rekja hana upp einu sinni enn þannig að hún varð bara svona en ég hefði verið ánægðari ef fyrsti liturinn hefði verið dekkri græni liturinn í stað bláa eins og í peysunni :)

Hekluð ungbarnahúfa

Hekluð ungbarnapeysa


Ég hafði ekki gert dúsk síðan ég var krakki og ég valdi mér hring sem var aðeins minni en talað var um í uppskriftinni en svo vissi ég ekki hve stór innri hringurinn átti að vera. Útkoman varð ansi stór og mjög þéttur dúskur... þannig að ég hef áhyggjur af því að hann verði of þungur fyrir barnið. Læt bara mömmuna dæma um það :)

Garn: Kambgarn
Heklunál: 3,5 mm
Uppskrift: Þóra - heklbók

0 comments:

Skrifa ummæli