19. desember 2013

Skreyttir jólapakkar

Hlusta á Baggalút og pakka inn jólagjöfum... ákvað að í ár skyldi ég eyða meiri tíma við að nostra við pakkana en ég hef gert undanfarin ár. Pinterest er æðislegt til að finna hugmyndir og fékk ég einmitt hugmynd að svona dúllum ofan á pappírnum.

Jólapakkaskraut - skreyttir jólapakkar

Ég rakst einmitt á mynd af dúllunni á vinstri pakkanum á Pinterest og klippti bara svipað út og sýnt var á myndinni en mesti vandinn var að finna hvernig best væri að brjóta pappírinn. Ég fann gott myndband á Youtube sem leysti vandann.

Ég gúgglaði líka "Paper snowflakes" og fann t.d. síðu þar sem ég gat prentað út sniðmát... þannig að ég þurfti bara að brjóta pappírinn saman og klippa út. Hér finnið þið sniðmátið af snjókorninu:
http://designspectacleblog.wordpress.com/2010/12/02/how-to-make-your-very-own-reddit-snowflake/

Svo er auðvitað bara hægt að leyfa sköpunargleðinni að njóta sín og klippa bara eitthvað :) Ég setti dúllurnar undir plastdúkinn á borðstofuborðinu til að slétta úr þeim... en það væri líka alveg sætt að hafa bara dúllurnar undir.

Dúllur og snjókorn

Svo fannst mér ég verða að föndra merkispjöldin líka... það var mjög einfalt.... bara klippa kartonpappír með takkaskærum, klippa jólatré úr grænum pappír, lím og glimmer :)

Heimatilbúin merkispjöld

Maðurinn minn er sérlega ánægður með pakkaföndrið mitt því að hann sleppur vel frá því að pakka inn gjöfunum í ár :)

16. desember 2013

Jólagjafir handa þeim sem hekla eða prjóna

Ertu í vandræðum með að finna jólagjöf handa þeim sem prjóna og/eða hekla? Ég ákvað að taka saman nokkrar hugmyndir af jólagjöfum handa þeim... en auðvitað er af nógu að taka svo þetta er engan veginn tæmandi listi :)

Heklunálasett
Það eru til margar tegundir af heklunálasettum. Ég á bæði frá Tulip og KnitPro. Ég elska Tulip settið mitt en er ekki nógu ánægð með KnitPro.

Tulip heklunálasett
 
KnitPro heklunálasett

Clover heklunálasett


Prjónasett
Það eru líka margar tegundir til en ég er mjög ánægð með settið mitt frá KnitPro... væri líka alveg til í lace prjónasettið frá Addi. Mér finnst æðislegt þegar maður maður getur auðveldlega skipt um prjónastærð eða jafnvel lengt snúrurnar... bara skrúfa saman en passa þarf að herða vel :) Svo eru líka til sokkaprjónasett en ég reyndar nota aldrei sokkaprjóna :)

KnitPro prjónasett
 
ADDI lace prjónasett


Prjónatöskur
Ég á eina tösku sem er alltaf full en er þó ekki mikið að ferðast með hana nema á sumrin... hún kemur þó alltaf með í útilegur :) Fullt af hólfum sem er fyrir hitt og þetta :)

Handavinnutaska


Garnvindur
Mjög þægilegt að eiga þegar maður kaupir garn í hespum.

Garnvinda


Hesputré
Mjög þægilegt að eiga þegar maður kaupir garn í hespum í stað þess að nota stólabök eða fjölskyldumeðlimi. Ég á eitt sem varla flokkast sem tré þar sem það er lárétt en það er eldgamalt og fékk ég það frá ömmu.

Hesputré


Heklbækur og blöð
Ég elska heklbækur þar sem ég er forfallinn heklari :)

The Complete Book of Crochet Stitch DesignsBeyond the Square: Crochet Motifs

Þóra heklbókMaría heklbók

Crocheted Softies
 

Prjónabækur og blöð
Ég prjóna ekki nógu mikið. Ég á ekki mikið af prjónabókum en þó eitthvað... mest hef ég keypt af Lopablöðum :) En það er til gott úrval af prjónabókum bæði íslenskum og erlendum í flestum hannyrðabúðum.
Þríhyrnur og langsjölPrjónað úr íslenskri ull
 
Knitting MasterclassSock Art


Strekkivírar og pinnar
Að mínu mati nauðsynlegt fyrir þá sem eru að hekla eða prjóna sjöl. Þetta er bæði fljótlegra og svo finnst mér ég ná hlutunum beinni.

Strekkivírar og pinnar

Garn
Flestir sem hekla og/eða prjóna elska garn og finnst þeir eiga aldrei nóg af því... en það getur samt verið snúið að kaupa garn handa þeim því að bæði er litasmekkur mismunandi og svo eru sumir sem hekla t.d. ekki úr gerviefnum og aðrir gætu verið með ofnæmi fyrir t.d. lopa :)

Fallegt garn
DROPS LaceMadelinetosh Lace


Ýmis hjálpartæki
Mörgum finnst nauðsynlegt að eiga ýmis hjálpartól s.s. prjónamerki, umferðateljara, kaðlaprjóna, prjónamál, málband, nálar og skæri.

PrjónamerkiÝmis hjálpartæki
UmferðateljariPrjónamál

Gjafakort í garnbúðir
Margar hannyrðaverslanir selja gjafakort sem er auðvitað mjög góð leið ef erfitt er að velja eitthvað handa viðkomandi :)

Eitthvað handgert
Mér þætti bara æðislegt að fá einhverja handgerða hluti í jólagjöf og fyrir mér eru þeir mun persónulegri og verðmætari en eitthvað búðarkeypt :)

14. desember 2013

Enn fleiri hekluð snjókorn

Þá er það restin af snjókornunum sem ég heklaði... eða seinni parturinn af þeim sem voru í samheklinu inni á Handóðum heklurum og eitt sem var fyrir utan það sem fær að fljóta með :) Þeir sem hafa fylgst með Facebooksíðu bloggsins hafa auðvitað fengið þau beint í æð jafnóðum... en ég vildi safna þeim saman í bloggfærslu :)


Snjókorn # 6 - Third Red Mug Snowflake
Eitt af mínum uppáhalds snjókornum... fannst reyndar ekki alveg eins gaman að hekla það og alls ekki að stífa það... en bjútí is pein :)

Third Red Mug Snowflake

Third Red Mug Snowflake í stífingu

Lengd frá armi til arms: 16 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2010/05/snowflake-monday_31.html
Íslensk þýðing: http://fondrari.blogspot.com/p/heklu-snjokorn.html


Snjókorn # 7 - Crystal Peak Snowflake
Það var fínt að hekla þetta snjókorn en ég stífði það svolítið öðruvísi en höfundurinn og þá er það svolítið í stíl við fyrsta snjókornið í samheklinu.

Crystal Peak Snowflake

Crystal Peak Snowflake í stífingu

Lengd frá armi til arms: 14 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2011/10/snowflake-monday_10.html
Íslensk þýðing: http://fondrari.blogspot.com/p/blog-page.html


Snjókorn # 8 - Columbia Point Snowflake
Ég heklaði tvö af þessu snjókorni með mismunandi stórri heklunál... ég held að mér líki betur við það minna :)

Columbia Point Snowflake

Columbia Point Snowflake - mismunandi heklunálastærðir

Columbia Point Snowflake í stífingu

Lengd frá armi til arms: 11,9 cm og 13,5 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm og 1,75 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2012/07/snowflake-monday_30.html
Íslensk þýðing: http://fondrari.blogspot.com/p/columbia-point-snowflake-hofundur-af.html


Snjókorn # 9 - Golden Anniversary Snowflake
Stórt fallegt snjókorn... en þau eru auðvitað öll falleg :)

Golden Anniversary Snowflake

Golden Anniversary Snowflake í stífingu

Lengd frá armi til arms: 17,5 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,75 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2010/02/snowflake-monday_15.html
Íslensk þýðing: http://fondrari.blogspot.com/p/blog-page_6.html


Snjókorn # 10 - Spindrift I
Mér finnst þetta vera mjög fallegt snjókorn... er pottþétt í topp 5 ;)

Spindrift I

Spindrift I í stífingu

Lengd frá armi til arms: 16 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2011/04/snowflake-monday_25.html
Íslensk þýðing: http://fondrari.blogspot.com/p/blog-page_3.html


Snjókorn # 11 - 12.12.12 Snowflake
Ég var ekki viss um hvort að ég ætti að hafa þetta með því að mér fannst það svolítið lítið... en samt var eitthvað svo fallegt við það :)

12.12.12 Snowflake

12.12.12 Snowflake í stífingu


Lengd frá armi til arms: 11 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2012/12/snowflake-monday_24.html
Íslensk þýðing: http://fondrari.blogspot.com/p/blog-page_46.html


Snjókorn # 12 - Ravalanche Snowflake
Mér finnst þetta vera mjög fallegt snjókorn... þið eruð kannski búin að fatta það að ég er vog og á mjög erfitt með að velja á milli hluta ;) Þetta er jafnfram snjókorn vikunnar og það síðasta sem tekið verður fyrir í samheklinu.

Ravalanche Snowflake

Ravalanche Snowflake í stífingu

Lengd frá armi til arms: 16,2 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/discuss/crochet-snowflakes/2748614/1-25#3
Íslensk þýðing: http://fondrari.blogspot.com/p/ravalanche-snowflake-hofundur-af-essari.html

Snjókornin hennar Deborah Atkinson eru svo falleg og hún hefur hannað svo mörg snjókorn að það var af nógu að taka og erfitt að velja úr þeim... mæli með því að þið kíkið á síðunna hennar en hún hefur verið að setja inn nýtt snjókorn á hverjum mánudegi og er það orðinn fastur liður hjá mér að kíkja vikulega á síðunna hennar :) Þið finnið síðuna hennar hér -> http://www.snowcatcher.net/


Leyfi svo einu snjókorni að fylgja með sem ég heklaði fyrir utan samheklið en ég varð auðvitað að hekla nokkur fyrir utan það :) Ég heklaði alls 24 snjókorn fyrir þessi jól en ég gerði tvö stykki af sumum sem voru í samheklinu :)

Crystal Fantasy Snowflake
Mjög fallegt snjókorn en það var pein að fara í gegnum uppskriftina því að ég gat ekki betur séð en að hún stemmdi ekki... en eftir nokkrar hártoganir og nokkrar upprakningar þá tókst þetta á endanum :) Það var líka erfitt að stífa þetta snjókorn og eiginlega alltof þröngt á þingi til að lykkjurnar lægju fallega... mér finnst þetta vera pínu hönnunargalli á snjókorninu... en engu að síður finnst mér það fallegt :)

Crystal Fantasy Snowflake

Crystal Fantasy Snowflake í stífingu

Lengd frá armi til arms: 12 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/crystal-fantasy-snowflake


Ég mátti til með að smella mynd af frumraun minni í snjókornahekli... en ég hafði samt bara heklað þau áður en ég byrjaði á snjókornunum fyrir þessi jól... en þau heklaði ég árið 2010 en ég hafði lært að hekla fyrr á því ári... mér finnst þau mjög flott þó að þau séu ekkert í líkingu við snjókornin sem ég var að hekla núna fyrir þessi jól :)

Frumraun mín í snjókornahekli árið 2010

Ég man ekkert hvaða heklunálastærð en mjög líklega 1,75 mm eins og segir í uppskriftinni. Ég notaði heklugarn nr. 10 og uppskriftina má finna hér -> http://prjoniprjon.blogspot.com/2008/12/snjkorn.html


** VIÐBÓT 14.12.2013 **
Ég er að steingleyma einu snjókorni sem ég heklaði sem komst ekki með í samheklið... en ég gat ekki betur séð en það væri villa í uppskriftinni og ég vildi því ekki hafa hana með í samheklinu.

July 26 Snowflake

July 26 Snowflake

July 26 Snowflake í stífingu

Lengd frá armi til arms: 16,5 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,75 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2010/07/snowflake-monday_26.html

13. desember 2013

Heklaður fléttukragi

Ég sá um daginn svo fallegan kraga á Pinterest... að ég hafði bara ekki séð annað eins en ég fann svo uppskriftina af honum á Ravelry.

Ég auðvitað átti eitthvað garn sem hentaði í "stashinu" mínu sem er sko gott þegar maður fær skyndihugdettur þegar allar búðir eru lokaðar og maður þarf sko að byrja á verkinu ekki seinna en strax þó að við vitum öll að strax er nú teygjanlegt hugtak... en já það borgar sig sko alltaf að eiga góðan lager af garni ;)

Heklaður fléttu kragi

Fléttaður kragi


Ég fylgdi ekki uppskrift enda sá ég á myndunum hvernig þetta var heklað en þetta eru fimm lengjur sem eru fléttaðar saman en ég vildi hafa minn breiðari og heklaði 7 lengjur. Þetta er mjög einfalt að hekla en það var svolítill höfuðverkur að flétta þetta saman og tengja svo að lokum saman í hring... en þetta hafðist allt eftir að ég skoðaði myndband á Youtube hvernig maður fléttar svona hárfléttu :)


Heklaður kragi

Lét mig hafa það að smella einni sjálfsmynd af mér með kragann til að gefa ykkur betri hugmynd hvernig kraginn er... ekki besta mynd í heimi en þið vonandi takið viljann fyrir verkið ;)

Garn: Iglo soft
Heklunál: 8,0 mm