26. janúar 2014

Lítið prjónað sjal

Afsakið hvað það er langt síðan það hefur heyrst frá mér... en bara búin að vera svolítið upptekin og sé jafnvel fram á að vera það áfram þar sem flutningar eru framundan.

Eitt af áramótaheitunum var að vera duglegri að prjóna á árinu og ég er búin að prjóna nokkra ferninga og reyndar hekla líka sem munu svo fara í teppi handa börnum í Sýrlandi í gegnum LILY. Svo er ég búin að prjóna handa mér eitt pínkulítið sjal... en ég hef bara einu sinni prjónað svona lítið sjal eða shawlette áður en það var Skorradalssjalið... en núna var ég með mjög fíngert garn eða lace garn. Mér finnst miklu fallegra að hekla úr svona fíngerðu garni en að prjóna því að mér finnst ég sjá allar ójafnar lykkjur og svo voru notaðar styttri umferðir (short rows) og þar sem ég get ekki talið mig vera mjög vanan prjónara þá vissi ég ekki alveg hvaða aðferð myndi henta best og mér finnst ég alveg sjá hvar þetta var gert... en ég apaði eftir öðrum á Ravelry en það sést líka hjá hinum... kannski er þetta alltaf svona í fíngerðu garni :)

Annis shawl - lítið prjónað sjal

Annis shawl - lítið prjónað sjal - nærmynd


Þetta gekk samt ekki alveg þrautarlaust fyrir sig... en ég á það til að vera pínu fljótfær þegar kemur að hannyrðum og vil bara drífa í hlutunum og þá stundum gleymist að lesa uppskriftina og þurfti ég því að rekja upp svolítið í upphafi :) En eftir það þá gekk þetta fínt en ég notaði bara trilljón prjónamerki og setti eftir hverja mynsturendurtekningu og gat þá alltaf talið lykkjunar og ég þurfti ekkert að rekja upp nema þarna í byrjun :) Reyndar finnst mér líka mér þessir hnútar ekki koma nógu vel út hjá mér en ég notaðist við "heklunálaraðferðina" sem ég sá að vinsælt var að nota.

Garnið var fínt en ég ákvað að prjóna úr því þar sem ég keypti það fyrir nokkuð löngu síðan og ætlaði að hekla sjal en held að ég hafi keypt einni hespu of lítið til að ná í ágætt sjal.... það fór næstum ekkert í þetta litla sjal en það vegur 31 gramm :)

Garn: Alpaca Lace frá Cascade
Prjónar: 4,0 mm og 5,0 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/annis

1. janúar 2014

Árið 2013 kvatt

Gleðilegt ár kæru lesendur bloggsins :)

Það er ekki úr vegi að hefja nýja árið á því að klára að blogga um nokkra hluti sem ég gleymdi eða hafði ekki tíma til að blogga um :)

Mamma á afmæli á jóladag og fékk þetta sjal í afmælisgjöf. Þetta var önnur tilraun mín við þetta fallega sjal en ég á enn eitt sjal sem ég henti frá mér þar sem ég í fyrsta lagi heklaði þrefalda stuðla í stað tvöfalda og svo dugði ekki garnið þannig að ég þarf að rekja það upp einhvern daginn. Þessi tilraun hepnaðist mjög vel þrátt fyrir að þurfa að rekja svolítið upp þar sem garnið kláraðist áður en ég náði að klára kantinn... ég virðist eiga mjög erfitt með að sjá hvað það fer mikið garn í kantana ;) Þegar ég hekla þetta sjalt næst þá ætla ég að nota aðeins stærri hekunál þar sem ég fíla betur opin sjöl en mömmu er oft svo kalt þannig að þetta hentar henni vel.

Shawl Of The Moirae


Garn: Knit Picks Shadow Tonal
Heklunál: 3,5 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/shawl-of-the-moirae

Ein hekluð Kría fór í einn jólapakkann... ég get ekki hugsað mér að hekla hana úr einbandi og litaskipt garn kemur mjög vel út :)

Hekluð Kría

Garn: Kunstgarn
Heklunál: 5,5 mm
Uppskrift: Kría úr Þóru-heklbók

Mér sýnist ég hafa gleymt að minnast nokkuð á fyrstu kríuna sem ég heklaði og ætlaði að gefa frænku minni... svo fannst mér hún eitthvað of stór á hana að ég ákvað að eiga hana sjálf :)

Kría


Garn: King Cole Galaxy
Heklunál: 8 mm
Uppskrift: Kría úr Þóru-heklbók

Svo heklaði ég utan um viskustykki.... ég mæli nú með því að þið leggið viskastykkið saman og tékkið hvort að það sé jafnt á alla kanta áður en þið byrjið að hekla. Ég var svo svekkt þegar ég uppgötvaði að annað viskastykkið var ramskakkt. Ég gerði skeljakrukkumynstrið í annað en svo fannst mér það svolítið gróft þannig að hitt fékk bara pínulítinn kant :)

Heklað utan um viskustykki og skeljakrukka


Garn: Mandarin Petit
Heklunál: 2,0 mm og 3,0 mm

Svo fóru þessar krukkur ásamt einu snjókorni í smá pakka í jólapakkaleik í einum saumaklúbbunum. Ég breytti uppskriftinni aðeins en þarna heklaði ég hálfstuðla í toppinn án þessa að taka úr... finnst þetta vera miklu flottara :)

Heklað utan um krukkur - skeljakrukkur

Garn: Mandarin Petit
Heklunál: 2,5 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/skeljakrukka---crochet-jar-cover

Þessar jólakúlur heklaði ég svo og hengdi á jólatréð... ég væri alveg til í að hekla utan um fleiri en því miður vannst ekki tími til þess fyrir þessi jól :)

Heklað utan um jólakúlu
 
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,75 mm
Uppskrift: http://kvennabladid.is/2013/12/01/heklud-jolakula-alveg-otrulega-falleg/


Heklað utan um jólakúlu

Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,75 mm
Uppskrift: http://www.youtube.com/watch?v=SlpgXdNaE4A

Svo föndraði ég þessi tvö vetrarkerti en myndirnar fékk ég að láni af netinu en þær fann ég bara með aðstoð Google.
Vetrarkerti

Jæja nú held ég að ég sé búin að telja upp það sem ég er búin að klára á árinu án þess að blogga um það :)

Markmið á nýja árinu er svo að prjóna svolítið meira en ég tók eftir því þegar ég skoðaði hvað ég hefði verið að gera á árinu að þá hefur allt greinilega snúist um að munda heklunálina. Annað markmið sem ég ætla að setja mér er að klára nokkur ókláruð verkefni sem eru í vinnslu m.a. heklaður dúkur á borðstofuborðið, hekla kant á teppi sem hefur setið á hakanum því að ég veit ekki hvernig kant ég vil, klára tvö sjöl og klára að prjóna lopapeysu á mig sem ég fór í fýlu út í :)





Hér er það sem ég hef heklað á árinu:
24 snjókorn:
July 26 Snowflake
Ravalanche Snowflake
12.12.12. Snowflake
Spindrift I
Crystal Fantasy Snowflake
Golden Anniversary Snowflake
Columbia Point Snowflake (2)
Crystal Peak Snowflake
Fancy Snowflake
Pine Tree Doily
Stand Out Snowflake
Snoqualmie Snowflake
Third Red Mug Snowflake
Ellingwood Point Snowflake
Grays Peak Snowflake (2)
Mount Eva Snowflake (3)
Transitions Snowflake
Gothic Daisy Snowflake
Snowmass Mountain Snowflake (2)

4 jólakúlur:
Leppur
Skreppur
Jólakúla frá Handverkskúnst (í þessum pósti)
Jólakúla af youtube (í þessum pósti)

6 sjöl:
Shawl Of The Moirae (í þessum pósti)
Kríur (2) (í þessum pósti)
Midsummer Night's Shawl #2
Dahlia Shawl
Midsummer Night's Shawl #1

2 teppi:
Mayflower Baby blanket
Heklað teppi

26 krukkur:
Heklað utan um ýmsar krukkur (12)
Heklaðar skeljakrukkur (14)

2 vettlingapör:
Barnavettlingar úr Maríu
Warm Crocheted Mittens for the Whole Family (barnavettlingar) - á eftir að blogga um

3 heklaðar tuskur:
Trigrit Dishcloth
Nubbie Scrubbies (2)

Ýmislegt:
Heklað utan um viskastykki (2) (í þessum pósti)
Tóta (sparisvunta) - á eftir að blogga um
Waterfall (peysa á mig)
Twisting Lace Socks (sokkar á mig)
Ungbarnahúfa úr Þóru
Crochet round doily (dúkur sem hangir upp á vegg)
Perfect Purse (budda/snyrtibudda)
Fat Bottom Bag (taska)
Krókódílataska
Pottaleppur úr stuttermabol (2)
Daffodil eftir Lucy (blóm)
Nokkrir ferningar til að skreyta ljósastaura
Veifur
Sugar Mouse (amigurumi)
Barbie kápur - á eftir að blogga um
Vesti og Húfa á Ken - á eftir að blogga um
Fléttaður hringtrefill
Heklaður 20x20 ferningur fyrir LILY - á eftir að blogga um
Valdi Kaldi (húfa) - á eftir að blogga um
Jóhanna af Örk (kragi) - gaf frænku minni áður en ég tók mynd

Það sem ég prjónaði á árinu:
3 tuskur:
The Grand Finale
Juniper (Einer)
Pottaleppur septembers hjá Prjónasmiðju Tínu - á eftir að blogga um

Annað:
4 20x20 ferningar fyrir LILY - á eftir að blogga um