24. desember 2015

Mínar bestu óskir um gleðileg jól

Jólatréð mitt

Enn í ár er hvítt þema í jólaskrautinu mínu með smá silfri í bland.Svona lítur jólatréð út hjá mér en þarna má finna heklaðar bjöllur, hekluð jólahjörtu, jólakúlur sem ég heklaði utan um og svolítið af hekluðum snjókornum.

Ég er enn að bæta við bjöllum og mig langar líka til að setja nokkur grýlukerti á... ég sem sagt dunda mér áfram að hekla um jólin :)

Heklað jólaskraut

Hekluðu krukkurnar komnar í jólabúning

Hér er bloggfærsla um hvernig ég skreytti arininn minn en ég reyndar heklaði mjög litlar stjörnur og setti á litla jólatréð:
http://fondrari.blogspot.is/2015/12/arininn-me-hekluum-snjokornum-og.html

16. desember 2015

Ljósmóðurteppið

Loksins get ég bloggað um ljósmóðurteppið eða The Midwife blanket, sem ég heklaði í síðasta mánuði handa litlum krúttmola, þar sem ég gaf það í dag :) Ég er sem sagt ekki alveg bara að hekla snjókorn og jólaskraut... þó að það sé bjölluframleiðsla í gangi þessa dagana ;)

The Midwife Blanket

Það var svakalega gaman að hekla þetta teppi og uppskriftin mjög auðveld og góð... eða kannski þar til kom að kantinum en mér fannst hann ekki koma alveg nógu vel út... þannig að ég gerði bara mína útgáfu að kanti. Ég gæti alveg hugsað mér að hekla fleiri svona og jafnvel prófa að hekla úr mjúku akrýlgarni.

Ljósmóðurteppið

Ég gerði 10 x 17 ferninga og teppið varð ca 84 x 113 cm að stærð... sem mér fannst ágæt stærð en auðvitað er þetta smekksatriði... en ég hef heklað teppi sem mér fannst vera of lítil og vildi ekki hætta á það... held að það sé mun betra að hafa þau of stór en of lítil ;)

Heklað ungbarnateppi - The Midwife Blanket

Garn: Kambgarn
Heklunál: 3,5 mm
Uppskrift: http://littlemonkeyscrochet.com/call-the-midwife-inspired-baby-blanket-free-pattern/

5. desember 2015

Arininn með hekluðum snjókornum og grýlukertum

Arininn í jólabúningi

Ég ákvað að sýna ykkur mynd af arninum þar sem sést vel hvernig snjókornin og grýlukertin hanga í greninu sem ég hengdi á hann.

Uppskriftina af grýlukertunum má finna hér:
http://goo.gl/oI8oSK

Uppskriftina af snjókornunum má finna hér:
http://goo.gl/M0W3Y3

Það getur samt vel verið að ég muni breyta einhverju því að ég er enn að velkjast í vafa með hvort að ég eigi að setja smá pínu skraut á jólatréð :)

Hekluð grýlukerti - frí uppskrift

Hekluð grýlukerti

Hekluð grýlukerti

Ég var búin að sjá svo falleg grýlukerti á Pinterest en fann enga uppskrift þannig að ég bara gerði mína eigin... þetta er mjög einfalt en ég ákvað samt að skrifa hana niður svo að fleiri gætu notið hennar :)

Ekki afrita og dreifa uppskriftinni sjálfri en þið megið að sjálfsögðu deila linknum á uppskriftina að vild.

Efni og áhöld:
1,5 mm heklunál
Solberg 12/4 Mercerisert

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
tbst = tvöfaldur stuðull,
llb = loftlykkjubogi
L = lykkja,
umf = umferð.

Athugið að í byrjun umferðar gerið 4 ll í staðinn fyrir fyrsta tbst. Í lok hverrar umf er stykkinu snúið við.

Aðferð: 
10 ll, tengja í hring með kl. 
1. umf: kl utan um hringinn, 6 tbst í hringinn, 6 ll, 6 tbst í hringinn.
2. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 6 tbst í llb, 5 ll, 6 tbst í llb.
3. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 5 tbst í llb, 5 ll, 5 tbst í llb.
4. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 5 tbst í llb, 4 ll, 5 tbst í llb.
5. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 4 tbst í llb, 4 ll, 4 tbst í llb.
6. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 4 tbst í llb, 3 ll, 4 tbst í llb.
7. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 3 tbst í llb, 3 ll, 3 tbst í llb.
8. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 3 tbst í llb, 2 ll, 3 tbst í llb.
9. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 2 tbst í llb, 2 ll, 2 tbst í llb.
10. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 2 tbst í llb, 1 ll, 2 tbst í llb.
11. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 2 tbst í llb.
12. umf: kl á milli tbst í umf á undan, 4 ll.

Minni útgáfan mín er gerð þannig að ég geri bara eina umf af hverjum fjölda af tbst eða 6 tbst, 5 ll, 6 tbst, 5 tbst, 4 ll, 5 tbst osfrv.

Klippið og gangið frá endum. Ég stífði mín upp úr sykurvatni  (leysi upp í jöfnum hlutföllum strásykur og sjóðandi vatn) og pinnaði þau niður á frauðplast með smjörpappír á milli.

© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta án míns samþykkis.

Hér er svo linkur á uppskriftina á Ravlery fyrir þau ykkar sem eru þar:
http://www.ravelry.com/patterns/library/crochet-icicles

Hekluð snjókorn og grýlukerti

Crochet Icicles - free pattern

Crochet icicles

Crochet Icicles

I saw so beautiful icicles on Pattern but didn't find any pattern so I just made my own... it's very simple but I decided to write it down so more could enjoy it :)

Please don’t distribute the pattern itself, but feel welcome to share the link to the pattern as you like.

Materials:
1,5 mm hook,
Solberg Garn 12/4 Mercerisert

Abbreviations (US terms):
ch = chain,
sl st = slip stitch,
tr = treble crochet,
sp = space,
st = stich,
rnd = round.

Notice, do ch 4 instead of tr at the beginning of each row.

Instructions:
ch 10, join with sl st to 1st ch to form a ring.
Round 1: sl st in the ring, 6 tr in the ring, ch 6, 6 tr in the ring.
Round 2: sl st in each st to sp and in sp, 6 tr in sp, ch 5, 6 tr in sp.
Round 3: sl st in each st to sp and in sp, 5 tr in sp, ch 5, 5 tr in sp.
Round 4: sl st in each st to sp and in sp, 5 tr in sp, ch 4, 5 tr in sp.
Round 5: sl st in each st to sp and in sp, 4 tr in sp, ch 4, 4 tr in sp.
Round 6: sl st in each st to sp and in sp, 4 tr in sp, ch 3, 4 tr in sp.
Round 7: sl st in each st to sp and in sp, 3 tr in sp, ch 3, 3 tr in sp.
Round 8: sl st in each st to sp and in sp, 3 tr in sp, ch 2, 3 tr in sp.
Round 9: sl st in each st to sp and in sp, 2 tr in sp, ch 2, 2 tr in sp.
Round 10: sl st in each st to sp and in sp, 2 tr in sp, ch 1, 2 tr in sp.
Round 11: sl st in each st to sp and in sp, 2 tr in sp.

Round 12: sl st between tr from last round, ch 4.

In my smaller version I did just one rnd of each number of tr or 6 tr, ch 5, 6 tr, 5 tr, ch 4 , 5 tr and so on.

Bind off and weave in ends. I used sugar water (50/50 sugar and boiling water) to stiff mine and pinned it down on nonstick paper laid on a piece of styrofoam.

© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - you may not copy this pattern in any way (for example translating) without my permission. 

Here is a link to the pattern for those who are using Ravelry:
http://www.ravelry.com/patterns/library/crochet-icicles

Crochet snowflake and icecles