22. nóvember 2016

Hugleiðingar um höfundarétt

Afhverju er ég að eyða tíma mínum í að skrifa niður uppskriftir?

Þetta eru kannski ekki merkilegir hlutir í augum margra og kannski átta margir sig ekki á því að þetta er kannski búið að kosta mig marga daga vinnu. Ég er t.d. langt komin með að hanna nýtt snjókorn þannig að ég get tekið það sem dæmi hvernig ég vinn þetta. 
  • Hugmynd: fyrst af öllu fær maður auðvitað einhverja hugmynd og gerjast með hana í kollinum í smá tíma og fer að rissa svo snjókornið niður á blað. 
  • Frumhönnun: næst fer maður að hekla og þá oft breytist krotið því að sumt er bara ekki hægt að framkvæma auðveldlega. Maður prófar hitt og þetta og krotar einhverja grófa lýsingu niður á blað. 
  • Frágangur: þegar snjókornið er tilbúið þá þarf að stífa það. 
  • Endurhönnun: þegar maður er búinn að stífa snjókornið þá sér maður að kannski hefði maður átt að gera eitthvað annað og fer í að hekla nýtt snjókorn og krotar niður lýsinguna. 
  • Vinnsla: svo stífar maður það og ef maður er sáttur þá fer maður og skrifar niður uppskriftina. 
  • Prófanir: ég reyni að kappkosta við að hafa uppskriftina rétta þannig að þegar ég er búin að skrifa hana niður þá hekla ég eftir henni og oft þarf að gera leiðréttingar.
  • Lokavinnsla: þegar uppskriftin er klár þá þarf að taka myndir og vinna þær og þá loksins er hægt að setja uppskriftina inn á bloggið.
  • Þýðing: til að sem flestir hafi getað notið þá hef ég þýtt uppskriftirnar mínar á ensku. Það lengir ferlið því að fyrst þýði ég og svo hekla ég eftir þýðingunni.
  • Eftirfylgni: þegar búið er að birta uppskriftina þá er mjög oft haft samband við mig varðandi hitt og þetta. Sumir einfaldlega eru kannski ekki sleipir í að hekla eða lesa uppskriftir og hafa samband :)
Mér hefur fundist þetta bara gaman og sjálfsagt að gefa af mér... og orðið pínu montin þegar ég sé að einhver er að gera eins... EN ég er kannski frekar pirruð núna en mér finnst ég vera í endalausum barningi við fólk á netinu við að verja það sem ég hef skapað. Það er eins og fólki finnist sjálfsagt að það geti gert hvað sem er við það sem er birt ókeypis á netinu. 

Ég merki myndirnar mínar vandlega með blogginu og set inn klausu um höfundarréttinn þ.e. að það megi ekki afrita uppskriftina á neinn máta inn í uppskriftina. Þrátt fyrir þetta þá verð ég vör við að myndum mínum er deilt hingað og þangað um netið á hinum ýmsum síður þar sem búið er að hafa fyrir því að kroppa merkinguna mína af þeim. Það að það fylgi í smáu letri undir með vísun eða hlekk í bloggið mitt gefur ekki fólki rétt til að taka myndirnar mínar og breyta þeim að vild. Mér finnst að það ætti að vera sjálfsögð kurteisti þegar verið er að nota myndirnar mínar að hafa þá þær með merkingunni minni með.

Einnig hef ég verið að eyða tíma mínum við að þýða uppskriftirnar á ensku svo að fleiri geti notið... því miður tel ég mig ekki færa til að skrifa uppskriftirnar á fleiri tungumálum. Það að uppskriftir mínar séu ekki til á fleiri tungumálum gefur fólki ekki rétt á að þýða þær og birta á bloggunum sínum eða jafnvel inn á Ravelry eins og ég hef rekið mig á. Ef ég myndi lesa bók á ensku og hún væri ekki til á íslensku þá myndi ég ekki hafa leyfi á að þýða hana og birta hana bara á blogginu mínu. Ég sé ekki hvernig fólk getur fundist þetta vera eitthvað öðruvísi.

Það eina sem ég get gert þegar ég rekst á eitthvað svona er að biðja fólk um að eyða þessu hjá sér eða skipta út myndunum og ég er bara upp á samvisku hvers og eins komin... oft er þetta lagfært en stundum er mér bara einfaldlega ekki svarað.

Mér hefur fundist hingað til ekkert mál að deila með öðrum og væri bara ekki frábært ef allt í heiminum væri ókeypis. Nú eru örugglega margir sem spyrja afhverju er mér ekki bara sama? Þá spyr ég bara á móti afhverju á mér að vera sama? Á mér að vera sama að aðrir eignir sér heiðurinn... að fólk fái meiri umferð á síðuna hjá sér fyrir vikið sem gefur þeim auglýsingatekjur? 

Æji mér finnst þetta bara vera glatað... ég var langt komin með að gera nýja snjókornauppskrift sem ég ætlaði að sjálfsögðu að birta en núna finnst mér þetta bara allt eitthvað svo tilgangslaust þegar maður er að berjast við vindmyllur... vildi bara að fólk væri ekki að stela og gæfi mér bara smá kredit fyrir vinnuna mína sem ég hef lagt í þetta ;)

16. nóvember 2016

Salmon Glacier Snowflake

Salmon Glacier Snowflake

Þriðja snjókornið er tilbúið og ég náði að smella mynd af því í smá dagsbirtu... en birtuskilyrðin fyrir myndatökur eru ekki góðar á þessum árstíma þannig að stundum þarf maður bara að vera þolinmóður ;)

Ég persónulega er ekkert sérstaklega hrifin af þessu snjókorni og fannst ekki gaman að strekkja það... kannski er það bara fullkomnunaráráttan að hrjá mann... en ekki misskilja mig að mér finnist það ljótt en ég hef bara gert svo mörg önnur flottari ;)

*fliss* ég sé núna þegar ég er að blogga að ég hef greinilega ekki skoðað myndina sem er í uppskriftinni þegar ég var að strekkja... því að mitt lítur allt öðruvísi út því að ég strekkti það greinilega öðruvísi... það liggur við að ég bleyti það og strekki upp á nýtt... hvað finnst ykkur?

Salmon Glacier Snowflake

Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: https://snowflakepatterns.wordpress.com/salmon-glacier-snowflake/

7. nóvember 2016

Mill Creek Snowflake

Mill Creek Snowflake

Þetta snjókorn heklaði ég líka í september og stífði það loksins á laugardaginn. Þetta snjókorn er eftir sama hönnuð og ég mæli með því að þið kíkið á síðuna hennar... snjókornin hennar eru hvert öðru fallegra og ég skil ekki hvernig hún nær að afkasta svona miklu :)

Mill Creek Snowflake

Ég lenti í svolitlum vandræðum með þessa uppskrift og fékk hana ekki til að ganga upp... eftir smá höfuðverk fann ég út úr þessu amk gekk þetta upp hjá mér. Ef þið ætlið að hekla þetta snjókorn og lendið í vandræðum þá getið þið kíkt á punktana mína á "projectinu" inn á Ravelry. Engu að síður er þetta gullfallegt snjókorn en dálítið í stærri kantinum ;)

Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2016/02/snowflake-tuesday.html

6. nóvember 2016

Big Top Snowflake

Big Top Snowflake

Heklaði þetta snjókorn í september en dreif mig loksins í að stífa það í gærkvöldi. Fallegt snjókorn úr smiðju Deborah Atkinson. Frekar auðvelt að stífa það en ég var á báðum áttum með hvort að ég ætti að hafa það oddhvassara en ákvað að stífa það eins og Deborah gerði :)

Ef þið gerið þetta snjókorn þá fannst mér vera smávægileg villa í uppskriftinni en þið getið lesið um það í punktum mínum inn á Ravelry.

Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2016/01/snowflake-sunday.html

18. september 2016

Maia sjalið mitt


Ég er rosalega skotin í nýjasta sjalinu mínu... finnst það svo fallegt. Eins og ég hef áður sagt þá er Lisa Naskrent (crochetgarden.com) uppáhalds sjalahönnuðurinn minn og þetta er einmitt eftir hana. Ég hef heklað nokkur sjöl eftir hana og á örugglega eftir að hekla fleiri :)

Ég ákvað að hekla þetta sjal úr garni sem ég átti í "hrúgunni" minni en ég hafði fengið manninn minn til að bera það heim frá Ameríku fyrir nokkrum árum. Ég reyndar verð að viðurkenna að ég persónulega er hrifnari í dag af einlitu garni en ég átti þetta bara til og því notaði ég það ;)


Garnið er frá Knitpicks og heitir Shimmer en það er hætt framleiðslu á því. Garnið er yndislega mjúkt en það er 70% úr Baby Alpaca og 30% silki og er handlitað.

Það gekk vel að hekla sjalið en eins og svo oft áður þá dugði garnið ekki í fyrstu tilraun en ég sá það á næst síðustu umferðinni... þannig að ég þurfti að rekja meira en 1/3 af sjalinu upp til að hætta fyrr í fyrsta mynstrinu... en það er svo gaman að hekla að það gerði ekkert til ;) Ég myndi reyndar aldrei hugsa svona ef sjalið væri prjónað því að það er ofar mínum skilningi hvernig það er hægt að rekja upp margar umferðir (ekki nema með hjálparlínum) og er ég nú með eitt hálf prjónað sjal sem ég fékk ekki til að ganga upp og ég held bara að ég reki það upp og hekli úr garninu frekar!


Sjalið stækkaði mikið þegar ég strekkti það og varð svo miklu fallegra fyrir vikið þar sem mynstrið opnaði sig svo vel. Ég tel að það sé fallegra að hafa stærri nál en minni ef maður sé maður í vafa hvort að maður eigi að hækka upp eða lækka niður í númeri ;) Ég snappaði sjalaþvottinn og strekkinguna frá A-Ö eins og þeir sem fylgja mér á Snapchat (notandanafnið mitt er fondrari) hafa sennilega séð en ég vistaði söguna og þið getið séð hana hér:
https://www.facebook.com/Fondrari/videos/1095410463885944/

Flottustu sjölin sem ég hef heklað að mínu mati eru eftir Lisa Naskrent og eru hérna í þeirri tímaröð sem ég gerði þau:
    

    

Ég er ekki nógu ánægð með myndina af sjalinu útbreiddu og ætlaði að reyna að taka betri myndir en ég nenni ekki að bíða lengur með að blogga um þetta svo að þessar myndir verða bara að duga ;)

Garn: Knit Picks Shimmer Hand Dyed Lace Yarn
Heklunál: 4,5 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/maia-shawl

30. mars 2016

Föndrari af lífi á sál kominn á Snapchat


Ákvað að gamni að prufa að fara að snappa en mín persónulegu snöpp hafa ansi mörg verið föndurtengd :) Endilega addið mér en notandanafnið mitt er fondrari (eða bara notið snappkóðann hér fyrir ofan) ;)

Svo getið þið líka fylgst með mér á fleiri stöðum:
Facebook: http://www.facebook.com/fondrari/
Ravelry: http://www.ravelry.com/people/oloflilja
Pinterest: http://www.pinterest.com/fondrari/
Twitter: http://twitter.com/fondrari
Instagram: http://www.instagram.com/fondrari/

27. mars 2016

Gleðilega páska!

Páskaskraut

Ég elska að skreyta fyrir jólin og páskana... mér finnst alltaf svo gaman að fá gula litinn inn með litlu páskaliljunum, gulum túlípönum, gulum kertum og föndraða páskaskrautinu frá ömmu :) Reyndar að þessu sinni var ég búin að hekla utan um nokkur egg en það er einmitt tilefni bloggfærslunnar í dag.... varð reyndar að smella einni mynd af krukkubakkanum mínum um páskana :)

Krukkubakkinn í páskafíling

En já aftur að hekluðu páskaeggjunum... hérna sjást þau öll saman á greininni minni. Amma gerði litlu fuglana fyrir ansi mörgum árum síðan og mér finnst þeir alltaf jafn sætir :)

Hekluðu páskaeggin

Ég setti inn uppskriftina mína af "skeljapáskaegginu" í gær og vonandi eiga einhverjir eftir að nýta sér hana. En ég átti eftir að blogga um hin tvö eggin sem ég heklaði utan um eftir uppskriftum sem ég fann á netinu.

Skeljapáskaegg


Það var mjög gaman að hekla eggin en ég þurfti að aðlaga uppskriftirnar svolítið. Fyrsta eggið sem ég gerði var netaeggið.

Heklað utan um egg

Uppskriftin var mynsturteikning og maður heklaði tvo helminga en svo fannst mér ekki segja mikið frá því hvernig maður átti að tengja þá saman... ég bætti því við einni umferð þar sem ég tengdi stykkin saman.

Heklað utan um egg

Svo var það seinna eggið en þarna var ég ekki nógu hrifin af uppskriftinni því að það var ekki fallegt á bakhliðinni því að þetta var svona svipað og þegar verið er að hekla utan um steina en þá var bara op á bakhliðinni... ég ákvað því að hekla tvö svona hjól og tengja saman á hliðinni í kross.

Ég á örugglega eftir að hekla fleiri egg í framtíðinni og þá held ég að ég væri til í að mála eggin... gæti alveg séð þau fyrir mér ljósbleik eða ljósgrá með hvítu heklugarni :)

Garn: DMC Babylo heklugarn nr. 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskriftir: http://www.fondrari.blogspot.is/2016/03/hekla-paskaegg-uppskrift.html,
http://lvly.nl/en/crochet-easter-eggs-pattern/ og http://www.flaxandtwine.com/2012/04/crochet-covered-easter-eggs-a-diy-tutorial/

25. mars 2016

Heklað páskaegg - uppskrift

Hekluð páskaegg - uppskrift

Ég er föndrari af lífi og sál eins og nafn bloggsins gefur til kynna og fyrir ansi mörgum árum dundaði ég mér við að blása úr eggjum sem ég svo málaði og skreytti fyrir páska. Þið getið séð myndir sem ég tók af þeim hér. Mig langaði því til að prófa að hekla utan um egg sem ég væri búin að blása úr. Ég rakst á nokkrar uppskriftir á netinu og prófaði að hekla tvö sem voru mjög sæt (sýni ykkur þau von bráðar) en svo langaði mig til að hekla bara upp úr mér með Skeljakrukku mynstrinu.

Heklað páskaskraut

Ég var mjög ánægð með útkomuna og ákvað að hekla utan um annað egg og skrifa uppskriftina niður og gefa ykkur í tilefni páskanna :) Ég komst að því að egg eru mjög mismunandi að stærð og því var seinna eggið mun stærra en hið fyrra. Þið gætuð því þurft að aðlaga uppskriftina að egginu sem þið eruð að hekla utan um hverju sinni.


Heklað páskaegg

Ekki afrita og dreifa uppskriftinni sjálfri en þið megið að sjálfsögðu deila linknum á uppskriftina að vild.

Efni og áhöld:
1,5 mm heklunál,
Heklugarn nr. 10,
1 hænuegg.

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
fl = fastalykkja,
st = stuðull,
llb = loftlykkjubogi,
L = Lykkja,
umf = umferð,
2hstsam = úrtaka, fara með nálina í næstu L og ná í bandið, slá bandinu upp á og fara með nálina í næstu L og ná í bandið, slá bandinu upp á og fara í gegnum allar 4 L á nálinni.

Athugið í byrjun umferðar gerið þá 3 ll í staðinn fyrir st.

Aðferð:
Skolið eggið og þurrkið. Blásið úr egginu en það er gert með því að gera gat á breiðari enda eggsins með grófri nál eða títuprjóni, stingið nokkrum sinnum þannig að gatið verði ca 2-3 mm í radíus, gerið svo annað gat að ofanverðu en hafið það minna. Passið að það komi ekki sprunga í eggið því að ef það gerist þá fáið þið allt gumsið framan í ykkur. Blásið því næst í minna gatið yfir skál og þá ætti eggjahvítan og svo rauðan að leka út úr egginu. Skolið vel og látið þorna.

Þegar eggið er orðið þurrt þá er hægt að fara að hekla utan um það en athugið að eggið er að sjálfsögðu viðkvæmt þannig að þið þurfið að fara blíðum höndum um það :) Þið getið málað eggið áður eða einfaldlega heklað utan um það með heklugarni sem er ekki samlitt. Ég notaði stór brún vistvæn egg og hvítt heklugarn.

Heklað utan um egg:
Gerið galdralykkju (magic ring).
1. umf: 20 stuðlar í hringinn. Dragið galdralykkjuna saman, kl í fyrsta st.
2. umf: *st, ll, hopppa yfir næstu L, (2 st, ll, 2 st) í næstu L, ll, hoppa yfir næstu L*, endurtaka það sem er á milli * * 4 sinnum til viðbótar, kl í 3. ll í upphafi umf. (samtals 5 stuðlahópar og 5 stuðlar).
3. umf: *st í st frá fyrri umf, 2 ll, (2 st, ll, 2 st) í gatið á milli stuðlahópanna, 2 ll*, endurtakið það sem er á milli * * út umf, kl í 3. ll í upphafi umf.
4. umf: *st, 2 ll, (3 st, ll, 3 st) í gatið á milli stuðlahópanna, 2 ll*, endurtakið það sem er á milli * * út umf, kl í 3. ll í upphafi umf.
5. umf: *st, 3 ll, (3 st, ll, 3 st) í gatið á milli stuðlahópanna, 3 ll*, endurtakið það sem er á milli * * út umf, kl í 3. ll í upphafi umf.
6. umf: eins og 4. umf.
7. umf: eins og 4. umf (þið gætuð þurft að sleppa þessari umf ef eggið er minna).
8. umf: *st, ll, (3 st, ll, 3 st) í gatið á milli stuðlahópanna, ll*, endurtakið það sem er á milli * * út umf, kl í 3. ll í upphafi umf.
9. umf: eins og 8. umf (þið gætuð þurft að sleppa þessari umf ef eggið er minna).
10. umf: eins og 2. umf. Þarna þurfti ég að setja eggið inn í stykkið áður en ég kláraði umferðina. Gott að ganga frá upphafsendanum áður.
11. umf: *st í næsta st, 2 ll, fl í gatið á milli stuðlahópanna, 2 ll*, endurtakið það sem er á milli * * út umf, kl í 3. ll í upphafi umf.
12. umf: ll, *2 fl í llb, hoppa yfir fl, 2 fl í llb, hoppa yfir st*, endurtakið það sem er á milli * * út umf, tengið með kl í ll í upphafi umf.
13. umf: ll, 2hstsam út umf, tengið með kl. Endið á því að gera 2-3 ll og tengið með kl þvert yfir opið en þetta nota ég sem upphengilykkju sem ég festi skrautborða í til að geta hengt eggið upp. Klippið og gangið frá enda.

© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta án míns samþykkis.

Hér er svo linkur á uppskriftina á Ravlery fyrir þau ykkar sem eru þar:

http://www.ravelry.com/patterns/library/easter-egg-15

Hekluð egg

Crochet Easter Egg - pattern

Crochet Easter eggs

I am a handicrafter and put my heart and soul into my work (as the name of the blog in Icelandic refers to). Many years ago I painted and decorated some eggs that I blew out of for Easter. You can see photos of them here. I wanted to try to crochet some and I found a couple of patterns on Ravelry that I tried (I will blog about later) but I wanted to make my own pattern and it's similar to the shell jar pattern.

Crochet Easter egg cozy

I was very happy with the results and decided to do another egg and write down the pattern to give to my readers for celebrating Easter :) I found out that eggs are very different in size and the later one was larger than the first one. Therefore you might need to adjust the pattern to fit your egg.

Crochet Easter Egg - free pattern


Crochet Easter Egg

Please don’t distribute the pattern itself, but feel welcome to share the link to the pattern as you like.

Materials:
1,5 mm hook,
size 10 crochet yarn,
1 hen's egg (not boiled).

Abbreviations (US terms):
ch = chain
sl st = slip stitch,
sc = single crochet,
dc = double crochet,
sp = space,
st = stitch,
sk = skip,
rnd = round,
hdc2tog = half double crochet 2 stitches together (decrease: insert hook into st, pull up a loop, YO, insert hook into next st, pull up a loop, YO, pull through all 4 loops on hook).

Notice, do ch 3 instead of dc at the beginning of each row.

Instructions:
Wash and wipe the egg. With a sharp needle or pin make a hole on the wider (bottom) end of the egg about 2-3 mm wide. Make another smaller hole on the top of the egg. Please be careful so there wont be any cracks in the eggshell,  if it happens then you will get everything in your face when you start blowing. Blow into the smaller hole and get the egg white and yolk out. Wash well and let dry.

When it's dry then you can start crocheting but you need to handle it with care so it won't crack :) You can paint it before if you like or use different color of yarn than the egg is. I used a big brown free range egg (barn egg) and white crochet yarn.

Crocheting an egg cozy:
Make a magic circle (ring).
Round 1: 20 dc in the ring. Pull magic circle but not too tight, sl st in first dc.
Round 2: *dc, ch 1, sk next st, (2 dc, ch 1, 2 dc) in next st, ch 1, sk next st*, repeat between * * 4 times more, sl st in 3rd ch of starting ch 3 (total 5 shells and 5 dc). Pull magic circle tight.
Round 3: *dc in last rnd dc, ch 2, (2 dc, ch 1, 2 dc) in sp between dc groups, ch 2*, repeat between * * around, sl st in 3rd ch of starting ch 3.
Round 4: *dc, ch 2, (3 dc, ch 1, 3 dc) in sp between dc groups, ch 2*,  repeat between * * around, sl st in 3rd ch of starting ch 3.
Round 5: *dc, ch 3, (3 dc, ch 1, 3 dc) in sp between dc groups, ch 3*,  repeat between * * around, sl st in 3rd ch of starting ch 3.
Round 6: like rnd 4.
Round 7: like rnd 4 (you might need to sk this rnd if your egg is smaller).
Round 8: *dc, ch 1,  (3 dc, ch 1, 3 dc) in sp between dc groups, ch 1*,  repeat between * * around, sl st in 3rd ch of starting ch 3.
Round 9: like rnd 8 (you might need to sk this rnd if your egg is smaller).
Round 10: like rnd 2. I needed to put my egg into the cozy before I finished this rnd. You can also weave in your starting end before putting it in.
Round 11: *dc in next dc, ch 2, sc in sp between dc groups, ch 2*, repeat between * * around, sl st in 3rd ch of starting ch 3.
Round 12: ch 1, *2 sc in next ch 2 sp, sk next st*, repeat between * * around, sl st in starting ch.
Round 13: ch 1, hdc2tog around. I finish with ch 2 or 3 and sl st in st across the gap but I use this to attach a ribbon to it so I can hang the egg on a branch. Fasten off and weave in the end.

© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - you may not copy this pattern in any way (for example translating) without my permission.

Here is a link to the pattern for those who are using Ravelry:

http://www.ravelry.com/patterns/library/easter-egg-15


Crochet Easter eggs

24. mars 2016

Lopapeysa á bróður minn

Prjónuð lopapeysa


Þá get ég loksins bloggað um það sem ég er búin að vera að dunda mér við síðan í febrúar... það kostaði svolitla vöðvabólgu en mér finnst alltaf gaman að prjóna lopapeysur þannig að það er þess virði :)

Það er svolítið langt síðan ég hef prjónað og ég þurfti að gera þrjár prjónafestuprufur en ég endaði á að þurfa að nota númeri stærri prjóna en gefið var upp í uppskriftinni.... en prjónafestuprufur eru nauðsynlegar svo að peysan myndi nú passa á bróður minn en hann varð fertugur fyrir nokkrum dögum. Hann spurði mig fyrir nokkrum árum hvort að ég myndi ekki prjóna á hann lopapeysu eftir að ég hafði verið búin að prjóna á allar dætur hans og jafnvel fleiri en eina... en ég sagði við hann að ég skyldi gera það þegar hann myndi hætta að reykja... jæja ég var búin að sjá að þá myndi hann aldrei eignast lopapeysu frá mér þannig að ég ákvað að nota tækifærið þegar hann varð fertugur að gefa honum eina. Hann valdi sjálfur mynstrið og vildi hafa hana brúntóna en ég fékk að velja litina.

Frost úr Lopa 29

Bróðir minn er mjög ánægður með gjöfina og ég líka :)

Prjónuð hettupeysa

Hettan vafðist pínu fyrir mér en það var þegar kom að úrtökunni á toppnum en ég var búin að prjóna og rekja úrtökunni á henni nokkrum sinnum þar til að ég fattaði að það væri villa í uppskriftinni (amk í stærð XL) en það átti að vera prj. 45 L og taka svo úr, enda gat þetta ekki átt að vera þannig að úrtakan stæðist ekki á :)

Garn: Álafosslopi
Prjónar: 5,5 mm og 7,0 mm (6,0 mm í uppfit)
Uppkrift: Frost - Lopi 29

2. janúar 2016

Gleðilegt ár

Ég ætla bara að setja mér það markmið að klára nokkur ókláruð stykki á árinu... þar má m.a. finna prjónað sjal, heklað teppi, heklað ungbarnateppi og heklaðar eldhúsgardínur :)

En póstur dagsins er heklað snjókorn sem ég sá á Ravelry að ég hafði aldrei tekið mynd af... þar sem ég er byrjuð að pakka niður jólunum þá var ekki úr vegi að smella mynd af því. Þetta er gullfallegt snjókorn úr smiðju Deborah Atkinson og heitir Savanna Snowflake. Ég kláraði það 21. september 2014 en ég man ekki hvort að ég gerði tvö en í skýringunum við snjókornið skrifaði ég að ég ætlaði að hekla annað með 1,5 mm heklunál og að ég hefði notað 1,25 mm... þannig veit ég ekki hvor heklunálin var notuð í verkið.

Heklað snjókorn

Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,25 mm eða 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2014/06/snowflake-monday.html